
Birkenstock
Birkenstock er eitt elsta skóvörumerki heims með rætur sem ná aftur til ársins 1774. Fyrirtækið hefur skapað sér einstaka stöðu með hágæða skóm sem eru þekktir fyrir þægilega sóla sem styðja við náttúrulega líkamsstöðu. Birkenstock sameinar handverk, nýsköpun og sjálfbærni með áherslu á náttúruleg efni, ábyrga framleiðslu og tímalausa hönnun.
Fastus lausnir býður nú upp á Birkenstock Pro vörulínuna, sem er sérhönnuð fyrir krefjandi vinnuumhverfi í þjónustu- og heilbrigðisgeiranum. Skórnir sameina hinn þekkta Birkenstock innsóla með endurbættum ytri sóla sem býr yfir rennivörn, antistatic eiginleikum og er auðveldur í þrifum. Birkenstock Pro eru því frábær kostur fyrir þau sem standa lengi í vinnunni og vilja ekki fórna þægindum fyrir öryggi.
Vefsíða Birkenstock Pro